GKG býður 7-11 ára börnum á ókeypis námskeið í æfingaaðstöðu GKG í Kórnum á laugardag n.k. Mæting er kl. 10 og stendur námskeiðið til kl. 10:50. Notast verður við SNAG golfbúnaðinn, sem og venjulegar kylfur. Námskeiðið verður í leikjaformi þar sem blandað verður golfæfingum og annari hreyfingu.
Allur búnaður er á staðnum.
Þetta er tilvalið tækifæri að eiga skemmtilega stund og leika sér í golfi, og eru foreldrar hvattir til að koma með og prófa einnig. Óþarft er að skrá sig, bara mæta og taka þátt!
Leiðbeinandi verður María Guðnadóttir, íþróttakennari og SNAG leiðbeinandi. Henni til aðstoðar verða afrekskylfingar úr GKG.
Í sumar þegar skólar klárast þá verða vikuleg golfleikjanámskeið líkt og þau sem þessi hópur tók þátt í s.l. sumar. Eflaust eru margir sem munu taka aftur þátt í þeim, en aðrir hafa e.t.v. hug á að taka næsta skref og fara að æfa markvissar þessa skemmtilegu íþrótt. GKG býður krökkum sem eru félagsmenn í GKG uppá æfingar í 10 ½ mánuð á ári, og eru vetraræfingar í gangi núna. Hér er hægt að skoða upplýsingar um æfingarnar, æfingatöflu og verðskrá.
Í GKG leggjum við mikla áherslu á að fjölskyldan geti notið sín saman í golfi, og er nokkuð algengt að sjá jafnvel þrjá ættliði saman á golfvellinum. Því er kjörið fyrir aðstandendur að skoða það sem GKG hefur uppá að bjóða.
Bestu kveðjur,
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG