Meistaramót GKG hófst í dag í blíðskaparveðri. Öldungar, unglingar og 4. og 5. flokkur karla spiluðu sinn fyrsta hring í dag og sáust mörg góð tilþrif hjá kylfingum. Besta skor dagsins var 73 högg, en þeir Gunnar Snær Gunnarsson og Guðjón Ingi Kristjánsson í flokki 17-18 ára náðu þeim glæsilega árangri. Yngsti keppandi mótsins stóð sig vel, en Sigurður Arnar Garðarsson spilar í flokki 13 ára og yngri – sex ára gamall! Það er því greinilega mikil fjölbreytni í hópnum en þeir allra elstu eru komnir vel yfir sjötugt.
Á morgun heldur fjörið áfram og eru rástímar komnir fyrir þann dag. Smellið hér til að komast á heimasíðu mótsins á golf.is. Smellið á rástíma og passið að velja Hring 2. Þeir sem ekki komast inn á golf.is geta hringt í ProShop og fengið upplýsingar um sinn rástíma.
Sjáumst hress á morgun!