Tveir vígalegir kranar gnæfa nú yfir gamla skálanum okkar og bíða þess að klárað sé að losa húsið frá sökklum. Þeir munu svo með sameiginlegu átaki lyfta húsinu á flutningabíl sem keyra mun skálann til Hafnarfjarðar þar sem hann mun nýtast Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar um ókomna tíð. Stefnt er á að húsið fari í dag en hvort sem af því verður eða ekki, þá munum við á morgun laugardaginn 28. febrúar kl. 15:00 taka fyrstu skóflustunguna af Íþróttamiðstöð GKG.