Frétt af www.gkg.is/unglingar

Nú er lokið fyrsta stigamóti unglinga á Kaupþingsmótaröðinni 2007 en það fór fram á Strandarvelli við Hellu um helgina. 
24 krakkar kepptu fyrir hönd GKG, 16 strákar og 8 stúlkur.  Bestum árangri þeirra náði Emil Þór Ragnarsson en hann sigraði í flokki 13 ára og yngri pilta eins og áður hefur kom fram.  Afar athygliverður var einnig árangur þeirra Ninnu Þórarinsdóttur, sem náði 41punkti annan daginn og 48 punktum hinn daginn, og síðan Jóhönnu Grétarsdóttir sem náði 40 punktum annan daginn og síðan 50 punktum hinn daginn, sannarlega frábær árangur.  Það voru annars  7 krakkar sem náðu að lækka forgjöf sína báða dagana og 7 til viðbótar lækkuðu sig annan daginn.  Það voru því tæp 60% krakkana sem lækkuðu forgjöf sína í þessu fyrsta móti sumarsins og sýndu þar með hversu vel þau hafa æft í vetur.