Sveitakeppni unglinga 17-18 ára var háð um helgina á Korpúlfsstaðavelli og náði stúlknasveit GKG þar þeim frábæra árangri að landa fyrsta Íslandsmeistaratitlinum á þessu ári fyrir hönd GKG. Það voru aðeins fjögur lið í þessum flokki og því kepptu allir við alla og sigraðir GKG alla sína leiki 2-1 og tryggðu sér þar með titilinn. Piltsveit GKG náði öðru sæti eftir úrslitaleik við A-sveit GR.
Á Flúðum fór síðan fram sveitakeppni 16 ára og yngri og þar varð A sveit GKG í öðru sæti eftir úrslitaleik við A-sveit GR líkt og í eldri flokknum. Í telpnaflokki urðum við svo að lokum í 3.sæti. Sveitir okkar að þessu sinni skipuðu eftirfarandi kylfingar:
Sveit GKG 17-18 ára pilta | |
Erna Valdís Ívarsdóttir | Bjarki Freyr Júlíusson |
Ingunn Gunnarsdóttir | Gunnar Snær Gunnarsson |
Hrafnhildur Gunnarsdóttir | Guðjón Ingi Kristjánsson |
Lovísa Kristín Sigurjónsdóttir | Guðbjartur Örn Gunnarsson |
Liðsstjóri: Ragnheiður Sigurðardóttir | Jón Steinar Þórarinsson |
Starkaður Sigurðarson | |
Liðsstjóri: Birgir Leifur Hafþórsson | |
Sveit GKG 16 ára og yngri drengja | |
A-sveit | B-sveit |
Ari Magnússon | Daníel Jónsson |
Rúnar Örn Grétarsson | Pétur Þór Jónsson |
Ragnar Már Garðarsson | Davíð Ómar Sigurbergsson |
Jón Sævar Brynjólfsson | Yngvi Sigurjónsson |
Pétur Andri Ólafsson | Egill Ragnar Gunnarsson |
Liðsstjóri: Valgeir Tómasson | Liðsstjóri: Jón Guðmundsson |
Sveit GKG 16 ára og yngri telpna | |
Björk Sigurjónsdóttir | |
Selma Dögg Kristjánsdóttir | |
Jóna Þórarinsdóttir | |
Ninna Þórarinsdóttir | |
Særós Eva Óskarsdóttir | |
Liðsstjóri: Úlfar Jónsson |
Við óskum Íslandsmeisturum okkar innilega til hamingu með sigurinn og einnig öllum öðrum keppendum okkar til hamingu með glæsilegan árangur. Nokkrar myndir af lokaholunum hjá Íslandsmeisturunum og síðan verðlaunaafhendingunni eru komnar inn í myndasafnið okkar og síðan má sjá nánari útlistun á niðurstöðu einstakra leikja á heimasíðu GR sem héldu mótið í ár.