Um helgina fóru fram fyrstu mót sumarsins á Arionbanka mótaröð unglinga og Áskorendamótaröð unglinga. Arion banka mótið fór fram á Hellu en Áskorendamótaröðin fór fram á Mýrinni hjá okkur í GKG. Náttúruöflin sáu til þess að ekki gátu allir lokið seinni hring á Hellu en öskufall varð til þess að stytta varð mótið niður í einn hring hjá eldri keppendunum.
Af þeim 20 unglingum sem kepptu fyrir GKG náðu bestum árangri Óðinn Þór Ríkharðsson og Særós Eva Óskarsdóttir en þau urði bæði í 3. sæti í sínum aldursflokki. Frekari úrslit má finna inna á heimasíðu golfsambandsins hér.
Á Áskorendamótaröðinni tóku 18 börn og unglingar þátt fyrir GKG og náðu bestum árangri þau Ásthildur Lilja Stefánsdóttir í 2. sæti og Sigurður Arnar Garðarson í 2. sæti. Mótið fór mjög vel fram og var metþátttaka í mótinu, en alls kepptu 83 krakkar. Frekari upplýsingar um úrslit er hægt að nálgast hér. Á myndasíðu klúbbsins eru myndir frá keppni laugardagsins í Mýrinni og er hægt að skoða þær með því að smella á hlekkinn.