Gísli Sveinbergsson er í góðri stöðu fyrir lokahring Finnish Junior en hann er í öðru sæti, höggi frá fyrsta sætinu og mun spila í lokaráshópnum.

Okkar strákar eru í ágætis málum. Kristjófer Orri Þórðarson er í áttunda sæti en hann er á samtals 5 höggum yfir pari, 7 höggum frá efsta sæti. Óðinn Þór Ríkharðsson er 28. sæti á 13 höggum yfir pari, en heilladísirnar voru ekki með honum í gær á 8. holu sem hann spilaði á 10 höggum. Hann sýndi sterkan karakter í framhaldinu og spilaði það sem eftir var hrings á tveim höggum undir pari.

Þegar þetta er skrifað er Óðinn að spila þriðja og síðasta hringinn og er á parinu eftir níu holur (tveir skollar og tvö pör. Óðinn spilar í holli með þeim Birgi og Fannari og er það býsna merkilegt að þrír íslendingar skuli raðast saman í holl.

Gísli á teig kl. 12:30 og Kristófer Orri á teig kl. 12.00

Hægt er að fylgjast með stöðu mála með því að smella hér.