Landsliðsmaðurinn Aron Snær Júlíusson hóf nám í haust við University of Louisiana – Lafayette á golf skólastyrk. Við fengum hann til að svara nokkrum léttum spurningum.

Nafn: Aron Snær Júlíusson
Fæddur: 1996
Meðlimur í GKG síðan 2006
Forgjöf í dag: +1,8
Skóli: University of Louisiana, Lafayette, Louisiana.
Heimasíða golfliðsins
Upplýsingar um mótaskrá og árangur golfliðs UL – Lafayette
Aðrir Íslendingar sem leika/hafa leikið með Nicholls State: Úlfar Jónsson, Björn Knútsson, Þórður Emil Ólafsson, Ottó Sigurðsson, Örn Ævar Hjartarson, Haraldur Franklín Magnús, Ragnar Már Garðarsson.

1. Hvernig kom það til að þú fórst í þennan skóla?
Þetta byrjaði með því að ég sendi út á nokkra skóla í USA og var þessi einn af þeim sem sýndi mér áhuga. Skólinn uppfyllti allar þær kröfur sem ég hafði og var ég búinn að heyra flotta hluti um hann frá öllu þeim Íslendingum sem höfðu verið í honum. Ragnar Már er einn þeirra sem er núna skólanum en það hefur hjálpað mikið að hafa hann.

2. Færðu skólastyrk?
Já, ég fæ góðan skólastyrk

3. Hvaða námi ertu í?
Ég er að læra sálfræði

4. Hvernig hefur gengið að aðlagast nýju umhverfi og menningu?
Það gengur nokkuð vel en það er margt hérna sem ég mun líklegast aldrei venjast. Maturinn hérna er allt í lagi fyrir utan það að fólkið hérna elskar að krydda matinn vel þannig hann verði “Cajun” eða vel sterkur að mínu mati.

Menningin er líka allt öðruvísi heldur en ég var vanur heima á íslandi. Fólk er mjög kurteist hérna og það þykir venjulegt að kalla eldra fólk “Sir” eða “Mam”. Það kom mér líka á óvart hvað fólk er mun meira trúað hérna, en borðbænir og að fara í kirkju á sunnudögum er eitthvað sem flestir stunda.

5. Hvað hefur komið mest á óvart?
Hvað það er hægt að drekka mikinn vökva á golfhring hérna án þess að þurfa að pissa. Ég var að drekka um 5 til 7 lítra á hring í byrjun tímabils og fannst mér alltaf jafn magnað hvað ég þurfti aldrei að pissa. Ástæðan fyrir þessu er um 100% raki og 35 stiga hiti sem lætur mann svitna bara við það að standa úti.

6. Eru góðar aðstæður til að æfa og spila?
Það eru mjög góðar aðstæður til að æfa og spila. Við erum með þrjá golfvelli sem við notum og þeir allir nokkuð fínir. Það er mjög þæginlegt hvað allir vellirnir okkar eru frekar nálægt en það tekur um 20 mínútur að keyra á völlinn sem er lengst í burtu.

7. Eru mörg og spennandi mót framundan?
Það eru búin 3 mót á tímabilinu og eru þau öll búin að vera á frábærum völlum. Ég hlakka mikið til að fara á næsta mót en það er í Hawaii. Það eru síðan6 mót eftir árámót og eru mörg þeirra á spennandi stöðum.

8. Eitthvað að lokum?
Ég hvet alla sem hafa áhuga að spila háskóla golf að byrja sem fyrst að senda út á skóla því það er ekki gaman þegar það er orðið of seint.  Þetta er frábært tækifæri að spila háskólagolf og reyna að bæta sig golflega og sig sem manneskju. Ég hef lært mjög mikið á seinustu mánuðum, t.d. að setja í þvottavél og að hlutirnir gera sig ekki sjálfir.

aron_profile