Í sumar stækkaði Vífilsstaðavöllur í 27 holur og hefur því Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar yfir tveimur völllum að ráða, frábærum 18 holu velli, “Leirdalnum” ,og mjög góðum 9 holu velli, “Mýrinni”. Báðir þessir vellir voru í notkun síðastliðið sumar við mikla ánægju kylfinga, enda tvöfaldaðist rástímafjöldi sem í boði er með þessari breytingu. Hefur þessi breyting í för með sér að hægt er að bæta við félögum í klúbbinn og er nú þegar byrjað að taka inn af biðlista.

Þegar biðlistinn tæmist verða enn laus pláss í klúbbnum og því hvetjum við alla sem vilja ganga í GKG að sækja um. Sótt er um hér á síðunni, undir umsóknir til hægri eða með því að smella á hlekkinn fyrir neðan þennan texta. Plássinn eru takmörkuð og því gildir að fyrstu kemur fyrstur fær. Hér gefst því öllum kostur á að sækja um aðild að klúbb sem er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðina og ræður yfir tveimur góðum völlum, slík tækifæri eru sjaldgæf í golfinu á Íslandi þessa dagana.

Smellið hér til að sækja um inngöngu í GKG.