mynd_tc_2Næsta vor verður boðið upp á sérstaka GKG meðlimaferð til hins stórkostlega Thracian Cliffs golfvallar í Búlgaríu. Þessi völlur er hannaður af Gary Player og er mikið meistaraverk. GKG meðlimum gefst tækifæri á að upplifa þennan völl og frábæra GKG stemmningu rétt fyrir tímabilið hér heima. Aðeins 50 sæti í boði, fyrstir koma fyrstir fá!

Hér má sjá upplýsingar um Thracian Cliffs

Thracian Cliffs er stórbrotinn golfvöllur við Svartahafið í Búlgaríu. Skoðaðu myndir hér. Í ferðinni gefst einnig kostur á að leika á Lighthouse og Black Sea Rama sem eru í 10 mínúta fjarlægð, en það er leikið á Lighthouse vellinum á Evrópumótaröðinni.

Upplýsingar:
Vikuferð til Thracian Cliffs 23.-30. apríl 2017 (6 dagar í golfi)

Flug með Icelandair til og frá Köben og með Bulgarian air til og frá Varna.

Stoppað er í eina klst í Köben á leiðinni út og heim.

Einn farastjóri frá Icegolf Travel og tveir frá GKG.

Gisting í íbúðum á Thracian Cliffs

Hálft fæði

Ótakmarkað golf á TC með golfbíl í fyrri hring

20 EUR þarf að greiða fyrir golfbíl á seinni hring

SPA aðgangur innifalinn.

Ferðir til og frá Varna flugvelli.

Grillveisla með drykkjum eitt kvöldið

Skotkeppni úr hagla- og skammbyssu samhliða grillkvöldinu

Aðgangur að strönd

Allt þetta fyrir 179.900+34.000 vildarpunktar, miðað við 2 saman í íbúð.

Verð kr. 199.900+34.000 vildarpunkta miðað við einstaklingsherbergi.

Ferð án vildarpunkta er kr. 203.400 m.við 2 saman í íbúð (kr. 223.400 m.við 1).

Meðlimir Icelandair golfers fá frítt fyrir golfsettið til og frá Köben.

Fyrirframgreiðsla er 50.000 og er óafturkræf, en hægt er að kaupa forfallartryggingu fyrir 5.000.

Fyrirframgreiðslu þarf að greiða viku eftir skráningu hjá Icegolf Travel. Eftirstöðvar eru svo gerðar upp í síðasta lagi 6 vikum fyrir brottför.

Athugið að ferðin er einungis fyrir félagsmenn GKG.

Það er upplagt að koma vel undirbúin til leiks inn í golfsumarið eftir skemmtilega ferð í frábærum félagsskap og topp aðstæður.

Áhugasamir geta fengið frekari upplýsingar og pantað sæti í ferðinni hjá ulfar@gkg.is.