GKG er í 5.-6. sæti eftir fyrsta keppnisdag af þremur á Evrópumóti klúbbliða, sem fer fram á Minthis vellinum á Kýpur.

GKG vann sér inn þátttökurétt á mótinu eftir sigurinn í Sveitakeppni GSÍ í ágúst, en alls taka 25 þjóðir þátt í mótinu.

Alfreð Kristinsson, Guðjón Henning Hilmarsson og Kjartan Dór Kjartansson taka þátt fyrir hönd GKG, en Alfreð lék best þeirra í dag og var á 67, eða 4 höggum undir pari vallarins og er jafn í 5. sæti í einstaklingskeppninni. Guðjón Henning lék á 72 og Kjartan á 79, en tvö skor af þremur telja hvern dag.

Þetta er fín byrjun hjá strákunum og við sendum þeim góða strauma.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hér.