GKG iðkendur og aðstandendur þeirra eru komin heim úr velheppnaðri æfingaferð til Morgado í Portúgal þar sem hópurinn æfði og lék golf við frábærar aðstæður yfir páskana. Hópurinn hefur aldrei verið jafn stór, en alls tóku 100 manns þátt í ferðinni, 44 iðkendur, 4 þjálfarar, og 52 aðstandendur.

Ferðin er farin á vegum Íþróttanefndar GKG, og safna krakkarnir sjálf fyrir kostnaði við ferðina.

Íþróttanefnd og þjálfarar vilja koma á framfæri kærum þökkum til VITA golfdeildar fyrir frábæra skipulagningu og þjónustu í ferðinni; foreldrum við góða samveru og krökkunum fyrir dugnaðinn og jákvæðnina sem einkenndi hópinn.

Hægt er að skoða myndir úr ferðinni á Facebook síðu barna og unglingastarfsins hér, og einnig frá Ryder keppninni sem haldin var seinustu tvo dagana, en þá sigraði Leirdalur með minnsta mun gegn Mýrinni.

Kærar þakkir og áfram GKG!!