María Málfríður Guðnadóttir bættist í fríðan hóp Íslandsmeistara GKG um helgina þegar hún varð Íslandsmeistari kvenna eldri en 35 ára og eldri. Mótið fór fram á Flúðum í þetta skiptið og spilaði María gott golf dagana þrjá, spilaði á 78, 81 og 79 höggum og skaut engri annari en Þórdísi Geirsdóttiur,  ríkjandi Íslandsmeistara, ref fyrir rass. Frábært árangur hjá Maríu um helgina.

Fleiri GKG-ingar voru í sviðljósinu á Flúðum og höfðum við sigur í tveimur öðrum flokkum, en Andrés Guðmundsson sigraði í 2. flokki karla og Ólafur Örn Ólafsson rúllaði upp 4. flokki karla. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar var því sigursælasti klúbburinn á Landsmóti 35 ára og eldri, með þrjú verðlaun. Frábær árangur það.