Fjölmargir Íslenskir golfklúbbar tóku sig saman síðastliðinn vetur og gerðu samning um innleiðingu á GLFR appinu. GLFR appið er rafrænn vallarvísir sem heldur utan um skor kylfinga, lætur hann vita um allar fjarlægðir og að leik loknum er hægt að senda skorkortið með rafrænum hætti á golf.is.
Starfsfólk GKG sér sjálft um að viðhalda vallarvísinum og því er tryggt að lengdir og lega vallar er ávallt rétt. Jafnframt munum við í náinni framtíð GPS merkja inn pinnastaðsetningar þegar þeim er breytt og því verður hægt að treysta lengdarmælingum upp á 50 cm óvissu.
Leiðbeiningar um notkun á appinu má finna hér