Í gær lauk fyrsta Íslandsmóti golfklúbba í aldursflokki 12 ára og yngri. Leiknar voru fimm umferðir á þremur dögum, eða 5 sinnum 9 holur hver umferð. Leikið var eftir tveggja manna Texas scramble fyrirkomulagi að fyrirmynd PGA krakkagolfsins, en hver 9 holu leikur samanstóð þremur þriggja holna leikjum og söfnuðu því liðin vinningum og flöggum (stigum).
Alls tóku 10 sveitir þátt og skiptist það í deildir eftir forgjöf, þ.e. Hvíta deildin sem lék um Íslandsmeistaratitilinn, og Gula deildin.
Mótið heppnaðist mjög vel og skemmtu krakkar og aðstandendur sér mjög vel þessa þrjá daga sem mótið fór fram. Leikið var fyrsta daginn hjá GM í Bakkakoti, annan daginn hjá GR á Korpunni og loks lokadaginn hjá okkur í GKG í Mýrinni. Krakkarnir komu einstaklega vel fram og voru til algerrar fyrirmyndar á vellinum. Myndir er hægt að skoða hér.
Úrslit urðu eftirfarandi, en nánari úrslit leikja má sjá hér fyrir neðan:
Hvíta deildin
- GKG-1 – Guðmundur Snær Elíasson, Gunnlaugur Árni Sveinsson, Logi Traustason, Magnús Ingi Hlynsson, Magnús Skúli Magnússon, Styrmir Snær Kristjansson
- GR-1 – Berglind Ósk Geirsdóttir, Elías Ágúst Andrason, Helga Signý Pálsdóttir, Nói Árnason, Pamela Ósk Hjaltadóttir, Sólon Blumenstein
- GM-2 – Ásþór Sigur Ragnarsson, Eyþor Björn Emilsson, Gunnar Maack, Hrólfur Örn Viðarsson, Markús Ingvarsson
Gula deildin
- GM-1 – Berglind Erla Baldursdottir, Dagbjört Erla Baldursdottir, Eva Kristinsdottir, Heiða Rakel Rafnsdóttir, María Rut Gunnlaugsdóttir, Sara Kristinsdottir
- GS-2 – Almar Örn, Arngrímur Egill, Snorri Rafn, Ylfa Vár
- GKG-2 – Arnar Daði Jónasson, Bjarki Bergmann, Elísabet Sunna Scheving, Helga Grímsdóttir, Rakel Eva Kristmannsdóttir, Veigar Már Brynjarsson
Frá vinstri: Úlfar, Magnús Skúli, Gunnlaugur Árni, Logi, Magnús Ingi, Guðmundur Snær, Styrmir og Hansína frá GSÍ