Piltasveit GKG 16-18 ára tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Sveitakeppni GSÍ (Íslandsmót klúbbliða), sem haldið var um seinustu helgi í Þorlákshöfn. Piltarnir lögðu sveit Keilis í úrslitum 3-0. Frábær árangur hjá þeim og við óskum þeim innilega til hamingju! Tvær sveitir kepptu fyrir GKG og hafnaði sveit II í 12. sæti.

[SCM]actwin,0,0,0,0;ScreenshotCaptor 26.8.2014 , 09:24:50

 

 

 

 

Sveit GKG I skipuðu: Aron Snær Júlíusson, Ásbjörn Freyr Jónsson, Egill Ragnar Gunnarsson, Hlynur Bergsson, Kristófer Orri Þórðarson. Liðsstjórar: Derrick Moore/Þórður Már Jóhannesson.

Sveit GKG II skipuðu: Gunnar Blöndahl Guðmundsson, Jóel Gauti Bjarkason, Ragnar Áki Ragnarsson, Sverrir Ólafur Torfason, Liðsstjóri: Yngvi Sigurjónsson.

Úrslit allra leikja má sjá hér.

Tvær drengjasveitir 15 ára og yngri kepptu fyrir GKG á Flúðum og þar kom GKG sveit II mjög á óvart og komst alla leið í úrslitaleikinn! Strákarnir léku vel í úrslitaleiknum en þurftu í lokin að láta í minni pokann fyrir sveit GR, sem við óskum til hamingju með sigurinn. Engu að síður frábær árangur hjá strákunum!

IMG_5014 (Medium)

Frá vinstri: Róber, Hilmar, Flosi, Þorsteinn, Haukur, Jón. Dagur fyrir framan.

Í sveit GKG II voru: Dagur Þórhallsson, Flosi Valgeir Jakobsson, Hilmar Snær Örvarsson, Jón Gunnarsson, Róbert Þrastarson, Þorsteinn Breki Eiíksson. Liðsstjóri: Haukur Már Ólafsson.

Sveit GKG I, sem hafnaði í 5. sæti skipuðu Bragi Aðalsteinsson, Ingi Rúnar Birgisson, Jón Arnar Sigurðarson, Magnús Friðrik Helgason, Sigurður Arnar Garðarsson, Sólon Baldvin Baldvinsson. Liðsstjóri: Birgir Leifur Hafþórsson.

Úrslit allra leikja má sjá hér

Tvær stúlknasveitir 15 ára og yngri kepptu fyrir GKG í Öndverðarnesi og stóðu stelpurnar þar sig gríðarlega vel og hreppti sveit I 3. sætið. Virkilega vel gert hjá þeim og verða þær eflaust í titilbaráttunni á næsta ári. Sveit GKG II endaði í 5. sæti.

Sveit I skipuðu: Alma Rún Ragnarsdóttir, Anna Júlía Ólafsdóttir, Eva María Gestsdóttir, Herdís Lilja Þórðardóttir, Hulda Clara Gestsdottir.

Sveit II skipuðu: Áslaug Sól Sigurðardóttir, Helga María Guðmundsdóttir, Iðunn Jóhannsdóttir, Íris Mjöll Jóhannesdóttir, Katla Björg Sigurjónsdóttir.

Liðsstjóri beggja sveita var Úlfar Jónsson

IMG_1777 (Medium)

Frá vinstri: Eva, Áslaug, Helga, Anna, Herdís, Hulda, Katla, Alma, Iðunn, Íris

Óskum krökkunum til hamingju með árangurinn og fyrir góða og drengilega keppni. Krakkarnir voru sér og sínum til sóma.