Piltasveit GKG 16-18 ára tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Sveitakeppni GSÍ (Íslandsmót klúbbliða), sem haldið var um seinustu helgi í Þorlákshöfn. Piltarnir lögðu sveit Keilis í úrslitum 3-0. Frábær árangur hjá þeim og við óskum þeim innilega til hamingju! Tvær sveitir kepptu fyrir GKG og hafnaði sveit II í 12. sæti.
Sveit GKG I skipuðu: Aron Snær Júlíusson, Ásbjörn Freyr Jónsson, Egill Ragnar Gunnarsson, Hlynur Bergsson, Kristófer Orri Þórðarson. Liðsstjórar: Derrick Moore/Þórður Már Jóhannesson.
Sveit GKG II skipuðu: Gunnar Blöndahl Guðmundsson, Jóel Gauti Bjarkason, Ragnar Áki Ragnarsson, Sverrir Ólafur Torfason, Liðsstjóri: Yngvi Sigurjónsson.
Úrslit allra leikja má sjá hér.
Tvær drengjasveitir 15 ára og yngri kepptu fyrir GKG á Flúðum og þar kom GKG sveit II mjög á óvart og komst alla leið í úrslitaleikinn! Strákarnir léku vel í úrslitaleiknum en þurftu í lokin að láta í minni pokann fyrir sveit GR, sem við óskum til hamingju með sigurinn. Engu að síður frábær árangur hjá strákunum!
Í sveit GKG II voru: Dagur Þórhallsson, Flosi Valgeir Jakobsson, Hilmar Snær Örvarsson, Jón Gunnarsson, Róbert Þrastarson, Þorsteinn Breki Eiíksson. Liðsstjóri: Haukur Már Ólafsson.
Sveit GKG I, sem hafnaði í 5. sæti skipuðu Bragi Aðalsteinsson, Ingi Rúnar Birgisson, Jón Arnar Sigurðarson, Magnús Friðrik Helgason, Sigurður Arnar Garðarsson, Sólon Baldvin Baldvinsson. Liðsstjóri: Birgir Leifur Hafþórsson.
Úrslit allra leikja má sjá hér
Tvær stúlknasveitir 15 ára og yngri kepptu fyrir GKG í Öndverðarnesi og stóðu stelpurnar þar sig gríðarlega vel og hreppti sveit I 3. sætið. Virkilega vel gert hjá þeim og verða þær eflaust í titilbaráttunni á næsta ári. Sveit GKG II endaði í 5. sæti.
Sveit I skipuðu: Alma Rún Ragnarsdóttir, Anna Júlía Ólafsdóttir, Eva María Gestsdóttir, Herdís Lilja Þórðardóttir, Hulda Clara Gestsdottir.
Sveit II skipuðu: Áslaug Sól Sigurðardóttir, Helga María Guðmundsdóttir, Iðunn Jóhannsdóttir, Íris Mjöll Jóhannesdóttir, Katla Björg Sigurjónsdóttir.
Liðsstjóri beggja sveita var Úlfar Jónsson
Óskum krökkunum til hamingju með árangurinn og fyrir góða og drengilega keppni. Krakkarnir voru sér og sínum til sóma.
![[SCM]actwin,0,0,0,0;ScreenshotCaptor 26.8.2014 , 09:24:50](https://gkg.is/wp-content/uploads/2014/08/Urslitaleikur_GKG_GK_16_18-300x105.jpg)

