Drengjasveit GKG skipuð kylfingum 15 ára og yngri sigraði eftir æsispennandi úrslitaleik við sveit GR í Íslandsmóti golfklúbba. Þetta var sjöundi Íslandsmeistaratitillinn sem fellur í skaut GKG kylfinga á tímabilinu!

Mótið fer þannig fram: Að loknum höggleik er skipt í riðla þar sem klúbbar leika innbyrðis, þá einn leik í fjórmenningi og tvo leiki í tvímenningi. Í undanúrslitum lentu okkar drengir í hörku viðureign gegn spræku liði Leynismanna þar sem úrslitin réðust í bráðabana Sigurðar Arnars og Björns Viktors. Eftir að Björn vippaði í holu á 2. holu í bráðabana leit staðan ekki vel út. En Sigurður gerði sér lítið fyrir og setti niður 8 metra pútt til að fella holuna. Á næstu lenti Björn í vandræðum og Sigurður tryggði par og sigur í leiknum. GKG var því komið í úrslit gegn GR. Flosi Valgeir og Sveinn Andri léku saman í fjórmenningi og höfðu sigur 3/2. Dagur Fannar laut í lægra haldi, einnig 3/2, staðan því 1-1. Þannig að aftur lenti Sigurður í oddaleik en hafði sigurinn á 18. holu eftir gríðalega spennandi og vel leikinn hring.

Sigurinn var sætur en þó var mesta ánægjan fólgin í framkomu þeirra á vellinum, sem og allra GKG sveita sem kepptu þessa helgi. Þau voru sér, aðstandendum og klúbbnum til mikils sóma og komu fram af heiðarleika og fyrirmyndarframkomu. Það var eftir því tekið hvað öll lið komu vel fram, enda skiptir það miklu máli og leiðir til betri árangurs einnig.

Einnig var keppt á Flúðum í flokki 15 ára og yngri stúlkna, og hafnaði lið GKG í öðru sæti, frábær árangur hjá stelpunum. Á Hellu kepptu tvær sveitir frá GKG og hafnaði A sveitin í 4. sæti. Hér fyrir neðan og á krækjunum er hægt að skoða úrslit allra leikja.

Drengir 15 ára og yngri – Golfklúbbur Mosfellsbæjar, úrslit.

A-sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar fagnaði Íslandsmeistaratitlinum eftir spennandi úrslitaleik gegn A-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur. Leynir frá Akranesi hafði betur í leiknum um bronsverðlaunin gegn Keili úr Hafnafirði.

1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar -A
2. Golfklúbbur Reykjavíkur
3. Golfklúbburinn Leynir -B
4. Golfklúbburinn Keilir
5. Golklúbbur Akureyrar
6. Golfklúbbur Mosfellsbæjar
7. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar
8. Golfklúbbur Selfoss
9. Golfklúbbur Reykjavíkur -B
10. Nesklúbburinn
11. Golfklúbbur Vestmannaeyja
12. Golfklúbburinn Leynir -A
13. Golfklúbbur Sauðárkróks

Frá vinstri: Haukur Már Ólafsson, Dagur Fannar Ólafsson, Sigurður Arnar Garðarsson, Flosi Valgeir Jakobsson, Kristján Jökull Marinósson, Breki G. Arndal, Sveinn Andri Sigurpálsson, Úlfar Jónsson

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar:

Stúlkur 15 ára og yngri og 18 ára og yngri – Golfklúbburinn Flúðir.

1. Golfklúbbur Reykjavíkur -A
2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
3. Golfklúbbur Reykjavíkur -B
4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar
5. Golfklúbbur Sauðárkróks/GolfklúbbsFjallabyggðar

Frá vinstri: Sigurpáll Geir Sveinsson, Hulda Clara Gestsdóttir, Eva María Gestsdóttir, Laufey Kristín Marinósdóttir, Bjarney Ósk Harðardóttir, Katla Björg Sigurjónsdóttir.

 

 

Sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar: 

 

Drengir 18 ára og yngri – Golfklúbbur Hellu.

1. Golfklúbbur Mosfellsbæjar
2. Golfklúbbur Reykjavíkur (A)
3. Nesklúbburinn
4. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (B)
5. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (A)
6. Golfklúbbur Akureyrar
7. Golfklúbbur Vestmannaeyja
8. Golfklúbbur Reykjavíkur (B)
9. Golfklúbburinn Leynir