Í gær lauk sumar og haustæfingum GKG og af því tilefni var haldin uppskeruhátíð þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestan árangur í sumar í Mix og Kristals mótaröðunum, sem og veittar viðurkenningar fyrir helstu afrek sumarsins.
Hátíðin var vel sótt, yfir 100 iðkendur aðstandendur enda var salurinn þétt setinn og áttum við góða stund saman. Boðið var upp á hamborgara frá Mulligan og drykki. Myndir frá hátíðinni er hægt að skoða á facebook síðu barna- og unglingastarfs GKG.
Eftirfarandi kylfingar hlutu viðurkenningar:
Mestu framfarir:
Tekið er tillit til hvort leikið var í mótum eða æfingahringjum. Meira vægi er sett á lækkanir í mótum sem og árangur í mótum.
Drengir: Jóhannes Sturluson
Lækkaði forgjöfina úr 9,9 í 5,5
Vann Meistaramót 13-14 ára
Vann eitt stigamót á ÍSB
Stúlkur: Katrín Hörn Daníelsdóttir
Lækkaði forgjöfina úr 30,5 í 18,3 eða um 12,2 sem er frábær árangur.
Efnilegust (mesta bæting í mótum milli ára):
Drengir: Dagur Fannar Ólafsson
Lækkaði forgjöfina úr 8,4 í 4,1 eða um ca. helming
Sigraði á einu móti í Íslandsbankamótaröðinni og varð stigameistari í flokki 14 ára og yngri
Stúlkur: Árný Eik Dagsdóttir
Lækkaði forgjöfina úr 7,9 í 4,1
Sigraði í Meistaraflokki í Meistaramóti GKG
Varð í 2. sæti á stigalista ÍSB mótaraðar GSÍ 17-18 ára stúlkna
Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur (kylfingur ársins):
Piltar: Ingvar Andri Magnússon
Varð Íslandsmeistari í höggleik 17-18 ára
Var valinn í piltalandslið Íslands 18 ára og yngri
Valin til að keppa á Ólympíuleikum ungmenna sem fer fram í Argentínu
Hafnaði í öðru sæti á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar
Stúlkur: Hulda Clara Gestsdóttir
Varð Íslandsmeistari í höggleik í sínum flokki
Valin í stúlknalandsliðið sem keppti á EM unglinga í Noregi
Valin til að keppa á Ólympíuleikum ungmenna sem fer fram í Argentínu
Er Afrekskylfingur samkvæmt viðmiðum GSÍ
Hægt er að skoða lista yfir þau sem hlotið hafa viðurkenningar GKG hér.
Veittar voru viðurkenningar til allra sem náðu stigameistaratitlum, Íslandsmeistaratitlum einstaklinga og með liðum:
Íslandsmeistaratitlar:
Íslandsmót golfklúbba 18 ára og yngri stúlkur: 1. sæti GKG
Anna Júlía, Alma, Árný, Eva María, Hulda Clara og María Björk
Íslandsmeistari í höggleik 15-16 ára stúlkna
Hulda Clara
Íslandsmeistari í holukeppni 19-21 árs
Kristófer Orri
Stigameistarar:
Sigurður Arnar 15-16 ára
Dagur Fannar 14 ára og yngri
Kristófer Orri 19-21 árs
Flestir skráðir hringir á golf.is
Stúlkur: Bjarney Ósk 95 hringir
Strákar: Róbert Leó Arnórsson 105 hringir
Veitt voru verðlaun fyrir mótaraðir sumarsins, hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir náðu verðlaunasætum og einnig árangur allra í mótunum. Þau sem náðu ekki að taka við verðlaunum í gær geta vitjað þeirra á skrifstofutíma á skrifstofu GKG.
Í Mix mótaröð 16 ára og yngri byrjenda var leikið í fimm mótum í sumar og einnig fimm mótum í Kristals mótaröðinni. Alls tóku í 85 þátt Mix mótaröðinni og 74 sem tóku þátt í Kristals mótaröðinni, sem er nýtt met. Veitt var medalía fyrir þátttöku í a.m.k. einu móti í Mix mótaröðinni.
Í hvorri mótaröð þurfti að klára þrjú mót til að taka þátt í heildarkeppninni. Hér fyrir neðan má sjá verðlaunasætin í hvorri mótaröð fyrir sig en einnig er hægt að smella á viðeigandi krækjur til að sjá árangur allra keppenda.
Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangur, og þökkum öllum þátttakendum og aðstandendum fyrir mjög ánægjulegt sumar. Vetraræfingarnar hefjast síðan 5. nóvember og er hægt að sjá upplýsingar og skráningu hér.
Heildarúrslit Mix – punktakeppni
Heildarúrslit Kristals – punktakeppni
Hér á myndunum má sjá lista yfir þau sem náðu verðlaunasætum í Mix og Kristals mótaröðunum.