Ungir og efnilegir kylfingar frá GKG taka þátt í tveimur sterkum alþjóðlegum unglingamótum á Spáni í byrjun mars. Þeir eru allir hluti af landsliðshópi GSÍ.
Fyrra mótið, European Spring Junior 2025, fór fram dagana 1. til 4. mars á Emporda Golf Club – Forest Course í Katalóníu á Spáni.
Seinna mótið, GJG Spanish Juniors International, hefst á fimmtudaginn 5. mars og fer fram á sama svæði, en þá verður spilað á Links Course velli Emporda Golf Club.
Úrslit í European Spring Junior 2025
Flokkur drengja 18 ára og yngri
- Guðjón Frans Halldórsson +10 – 9. sæti
- Gunnar Þór Heimisson +17 – 17. sæti
- Arnar Daði Svavarsson +28 – 24. sæti
Flokkur stúlkna 18 ára og yngri
- Eva Fanney Matthíasdóttir +32 – 4. sæti
Flokkur 14 ára og yngri
- Björn Breki Halldórsson +21 – 1. sæti
Við óskum Birni Breka Halldórssyni innilega til hamingju með sigurinn í sínum flokki og öllum okkar kylfingum til hamingju með góðan árangur.
Skilyrði á keppnissvæðinu
Mikil rigning var á svæðinu á mánudaginn, en samkvæmt Andrési þjálfara, sem fylgir okkar keppendum á Spáni, en veðrið var mun betra á þriðjudaginn.
Við sendum okkar kylfingum baráttukveðjur fyrir næsta mót sem hefst á fimmtudaginn!
Fylgjast má með GJG Spanish Juniors International hér:
https://globaljuniorgolflive.com/tournament/gjg-spanish-juniors-international-2025-spain/
Úrslit European Spring Junior 2025 má finna hér:
https://globaljuniorgolflive.com/gjgdb/2021liveScoringresponsive.php?tournamentid=313&gender=1&ak=0&