GKG afrekskylfingar slóu heldur betur í gegn um helgina á Íslandsmóti unglinga sem fór fram á Leirdalsvellinum. Keppni var afar spennandi í mörgum flokkum og glæsileg tilþrif sáust hjá keppendum sem voru rúmlega 130. Svo fór að Hulda Clara Gestsdóttir, Sigurður Arnar Garðarsson, Ingi Rúnar Birgisson og Hlynur Bergsson tryggðu sér Íslandsmeistaratitlana í sínum flokkum. Saga Traustadóttir úr GR og Amanda Guðrún Bjarnadóttir sigruðu í flokkum 17-18 og 15-16 ára stúlkna.

Haldið var vegleg lokahátíð sem fram fór í íþróttamiðstöð GKG. Þar sáu Friðrik Dór og Auddi Blö um að skemmta gestum og keppendum og var góð og létt stemmning í salnum. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Sigríður Olgeirsdóttir frá Íslandsbanka sáu um verðlaunahafhendinguna.

Sýnt var frá 17. braut á lokahringnum á Leirdalsvelli og var bein netútsending frá holunni á sjónvarpsstöðinni sporttv.is. Þar sýndu margir keppendur glæsileg tilþrif og munaði oft litlu að draumahögg yrðu sleginn  í beinni útsendingu.

Glæsileg umgjörð var um mótið og á starfsfólk og sjálfboðaliðar, auk Íslandsbanka og GSÍ, mikið lof skilið fyrir þeirra mikilvæga framlag.

Við óskum Íslandsmeisturunum innilega til hamingju, við erum gríðarlega stolt af ykkur!

Fullt af myndum voru teknar, sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.

Fleiri myndir eru einnig frá degi nr. 2, degi nr. 3 og verðlaunaafhendingu.

Íslandsmeistarar 2016

14 ára og yngri:
Hulda Klara Gestsdóttir, GKG
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG

15-16 ára:
Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD
Ingi Rúnar Birgisson, GKG

17-18 ára:
Saga Traustadóttir, GR.
Hlynur Bergsson, GKG.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Verðlaunahafar í flokki 14 ára og yngri: 

Frá vinstri: Sigríður, Andrea Ýr, Hulda Clara, Haukur Örn. Á myndina vantar Kingu Korpak. Mynd/seth@golf.is
Frá vinstri: Sigríður, Andrea Ýr, Hulda Clara, Haukur Örn. Á myndina vantar Kingu Korpak. Mynd/seth@golf.is

Screen Shot 2016-07-17 at 10.18.59 PM

Verðlaunahafar í flokki 15-16 ára:

Frá vinstri: Sigríður, Snædís Ósk, Amanda og Haukur. Mynd/seth@golf.is
Frá vinstri: Sigríður, Snædís Ósk, Amanda og Haukur. Mynd/seth@golf.is

 

Screen Shot 2016-07-17 at 10.18.47 PM

Verðlaunahafar í 14 ára og yngri: 

Sigríður, Dagbjartur, Sigurður Arnar, Tómas og Haukur Örn. Mynd/seth@golf.is
Sigríður, Dagbjartur, Sigurður Arnar, Tómas og Haukur Örn. Mynd/seth@golf.is

Screen Shot 2016-07-17 at 10.18.34 PM

Verðlaunahafar í flokki 17-18 ára:

Frá vinstri: Sigríður, Saga, Eva og Haulur. Á myndina vantar Zusanna Korpak. Mynd/seth@golf.is
Frá vinstri: Sigríður, Saga, Eva og Haukur. Á myndina vantar Ólöfu Maríu Einarsdóttur. Mynd/seth@golf.is

Screen Shot 2016-07-17 at 10.18.19 PM

Verðlaunahafar í flokki 17-18 ára: 

Sigríður Olgeirsdóttir, Kristján, Hlynur, Arnór og Haukur. Mynd/seth@golf.is
Sigríður Olgeirsdóttir, Kristján, Hlynur, Arnór og Haukur. Mynd/seth@golf.is

Screen Shot 2016-07-17 at 10.18.05 PM

Verðlaunahafar í flokki 15-16 ára:

 

Frá vinstri: Sigríður, Viktor, Ingi Rúnar, Ingvar Andri og Haukur Örn. Mynd/seth@golf.is
Frá vinstri: Sigríður, Viktor, Ingi Rúnar, Ingvar Andri og Haukur Örn. Mynd/seth@golf.is

 

Screen Shot 2016-07-17 at 10.17.46 PM

Myndasyrpa frá lokahófinu:

IMG_9860IMG_9858IMG_9857IMG_9856IMG_9849IMG_9848IMG_9846IMG_9839IMG_9835 (1)IMG_9835IMG_9834IMG_9832IMG_9831IMG_9829IMG_9828IMG_9825IMG_9824IMG_9822IMG_9819IMG_9817IMG_9814IMG_9810IMG_9809IMG_9807IMG_9806IMG_9801IMG_9798IMG_9797IMG_9796

Heimild: golf.is