Karlasveit GKG var rétt í þessu að endurtaka leikinn frá árinu 2004 og vinna sveitakeppni karla sem fram fór í Vestmannaeyjum. Strákarnir stóðu sig fantavel, unnu GS 3-2 í undanúrslitum og höfðu betur gegn sterkri sveit Keilis í úrslitaleiknum, 3-2. Birgir Leifur, Guðjón Henning og Sigmundur Einar unnu sína tvímenningsleiki, en fjórmenningurinn og tvímenningur Ottó tapaðist.

 

Til hamingju með titilinn strákar!

 

Kvennasveitin spilaði einnig í efstu deild og endaði í 5. sæti, en kvennakeppnin fór fram á Akureyri. Stelpurnar byrjuðu frekar illa, töpuðu fyrstu tveimur viðureignum sínum gegn heimakonum annars vegar  og Keilissveitinni hins vegar , en unnu alla sína leiki nokkuð örugglega eftir það. Fínn árangur hjá stelpunum og frábær árangur heilt yfir hjá klúbbnum.