Í árskýrslu Golfsambandsins fyrir árið 2010 eru birtar tölur um fjölda félaga skráða í golfklúbba hér á landi. Þar kemur í ljós að GKG er næst stærsti klúbbur landsins með 1730 félaga. Mesta aukningin milli ára átti sér stað hjá okkur, en félögum fjölgaði um 231 frá árinu 2009, eða um 15%.

Ánægjulegt er að sjá að GKG er með lang fjölmennasta unglingastarfið, með 255 börn og unglinga 15 ára og yngri. Eftirfarandi er listi yfir stærstu félögin.

Fjöldi félaga

2010   2009 Mism. %

GR      2893   2924   -1%
GKG   1730   1499   15%
GK      1345   1335    1%
GO     1266   1461  -13%
GKJ      642    590     9%

 

Fjöldi 15 ára og yngri 2010

GKG – 255
GR – 192
GK – 187
GL – 113
GA – 109

Skýrsluna má sjá í heild sinni á www.golf.is