Sveit GKG 15 ára og yngri stúlkna unnu frækilegan sigur í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór á Hellu um helgina. Stelpurnar okkar sýndu mikla yfirburði í keppninni og unnu allar sínar viðureignir, fimm talsins. Í hverri viðureign eru leiknir þrír leikir, því alls 15 í heildina, og unnu þær 14 leiki, sem sínir hversu vel þær léku. Það er búið að vera gaman að fylgjast með stelpunum undanfarin ár, og sjá miklar framfarir hjá þeim. Klárlega framtíðar landsliðskonur hér á ferð ef þær halda áfram að æfa jafn vel og þær hafa gert!

Hér má sjá mynd af sigursveitinni, en hana skipa, frá vinstri: Anna Júlía Ólafsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Alma Rún Ragnarsdóttir, Eva María Gestsdóttir og Herdís Lilja Þórðardóttir. Krjúpandi fyrir framan er þjálfarinn og liðsstjórinn, Hulda Birna Baldursdóttir. (Mynd golf.is)

Innilega til hamingju með titilinn stelpur!

Islandsmeistarar_stulkur

 

 

 

 

 

 

Sveit 2 GKG stúlkna 15 ára og yngri náði einnig frábærum árangri og þær tryggðu sér 3. sætið. Svo sannarlega glæsilegur árangur og framtíðin svo sannarlega björt í stúlknagolfi hjá GKG. Sveit 2 skipuðu þær Árný Eik Dagsdóttir, Áslaug Sól Sigurðardóttir, Helga María Guðmundsdóttir og Íris Mjöll Jóhannesdóttir.

Hér má sjá mynd af stúlkunum í sveit 2, frá vinstri: Áslaug, Helga, Íris, Árný og Hulda. Úrslit úr öllum leikjum má sjá hér.

Sveit2

 

 

 

 

 

 

 

 

Sveitir drengja og pilta náðu líka flottum árangri á Hellu, en sveit 1 drengja 15 ára og yngri tryggði sér bronsið eftir viðureign við sveit GR1. Drengirnir voru hársbreidd frá því að komast í úrslitaleikinn, en tveir bráðabanar töpuðust nbso online casino reviews gegn sveit GR2 í undanúrslitum. Sveit 2 hafnaði í 7. sæti af 15 liðum. Flottur árangur og drengirnir voru sér og sínum til sóma.

IMG_1427

 

 

 

 

 

 

Frá vinstri: Ingi Rúnar Birgisson, Magnús Friðrik Helgason, Jón Arnar Sigurðarson, Jón Gunnarsson, Sigurður Arnar Garðarsson og Haukur Már Ólafsson þjálfari og liðsstjóri.

2015-08-16 12.46.46

 

 

 

 

 

 

Allur hópurinn sem keppti á Hellu: Haukur, Viktor Snær, Viktor, Jón Arnar, Sigurður, Dagur, Logi, Magnús, Flosi Valgeir, Hilmar Snær, Ingi Rúnar, Jón, og Úlfar. Sveit GR2 sigraði í úrslitaviðureign gegn GM. Sjá úrslit í öllum leikjum hér.

Á Akureyri kepptu tvær piltasveitir frá GKG og náði sveit 1 að tryggja sér 3. sætið eftir viðureign við GM. Sveit 2 hafnaði í 11. sæti af 14 liðum.

Sveit 1 skipuðu Ásbjörn Freyr Jónsson, Hlynur Bergsson, Jóel Gauti Bjarkason, Kristófer Orri Þórðarson og Ragnar Áki Ragnarsson. Sveit 2 skipuðu Gunnar Blöndahl Guðmundsson, Óðinn Hjaltason Schiöth, Róbert Þrastarson, Bragi Aðalsteinsson og Sólon baldvin baldvinsson. Liðsstjóri og þjálfari beggja liða var Derrick Moore. Sveit heimamanna, GA, sigraði eftir úrslitaviðureign gegn sveit GK1. Sjá úrslit í öllum leikjum hér.

Piltar

 

 

 

 

 

 

Hluti af sveit 1: Ásbjörn, Kristófer, Jóel og Derrick. (Mynd kylfingur.is)

Myndir frá Flúðum og Hellu eru að finna á fésbókarsíðu barna og unglingastarfs GKG.