Núna um helgina lauk sveitakeppni unglinga í tveimur flokkum, 16 ára og yngri og 18 ára yngri. GKG sendi fimm sveitir til leiks og var árangurinn glæsilegur, fjórar sveitir af fimm komust á verðlaunapall.
Keppt var á Flúðum í flokki 16 ára og yngri og sendi GKG eina stúlknasveit og tvær strákasveitir til leiks. Endaði stúlknasveitin í þriðja sæti og A-sveitin lék til úrslita en varð að láta í minni pokann.
Á Korpúlfsstaðavelli Golfklúbbs Reykjavíkur fór fram keppni í flokki 18 ára og yngri. Strákarnir okkar stóðu sig fantavel, komust í úrslitaleikinn en töpuðu fyrir firnasterkri sveit GR-A. Engu að síður frábær árangur hjá strákunum okkar. Stelpurnar okkar í þessum flokki gerðu sér aftur á móti lítið fyrir og unnu glæsilegan sigur í keppninni, annað árið í röð! Stelpurnar spiluðu fantavel alla helgina og unnu alla sína leiki gegn GR, GK og GO/GKJ sannfærandi. Er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill GKG í sumar og eru þær vel að honum komnar. Til hamingju stelpur!