Fyrir stuttu var blásið til verðlaunahátíðar til að afhenda verðlaun í þeim innanfélagsmótum GKG sem ekki var hægt að gera um haustið vegna samkomutakmarkana. Það var ljúf og skemmtilega stemning og gaman að sjá góðan hóp mæta og taka á móti verðlaunum sínum og samfagna. Bjarni töframaður skemmti viðstöddum með söng og glensi af sinni alkunnu snilld.
Liðakeppni GKG
1. sæti Total sláttuvélar
2. sæti Olsen bandið
3. sæti Vinir Múffa
Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta liðsbúninginn en það voru Valkyrjurnar sem hrepptu hnossið.
Liðsstjóri sumarsins var valinn Hlöðver Guðnason sem stýrði liði sýnu Seven Eagles & Albatross af miklu harðfylgni og hélt þeim frá seinasta sætinu.
Holumeistari GKG
Keppnin um holumeistara GKG er elsta mót klúbbsins, en keppt hefur verið allar götur síðan 1990. Trjáræktarnefnd GKG með Gunnlaug Sigurðsson í broddi fylkingar kom þessari keppni á laggirnar í upphafi.
Keppt er um holumeistara í kvenna- og karlaflokki og í fyrsta sinn léku sigurvegar flokkanna tveggja til úrslita um titilinn Holumeistari GKG 2020.
-
- sæti kvennaflokkur 2020 = Ásta Kristín Valgarðsdóttir
1. sæti karlaflokkur 2020 = Garðar Ólafsson
Holumeistari GKG 2020 Ásta Kristín Valgarðsdóttir
Um 2. til 3. sæti léku Guðrún Dröfn Eyjólfsdóttir og Emil Austmann Kristinsson, og sigraði Guðrún Dröfn.
VITA mánudagsmótaröðin
Keppt var í fyrsta sinn í VITA mánudagsmótaröðinni árið 2016 og var mótið 2020 því það fimmta í röðinni. Leiknar eru 9-10 umferðir og telja 3 bestu hringirnir í heildarkeppninni þar sem ferðaskrifstofan VITAgolf veitir vegleg verðlaun, en sigurvegarar í karla og kvennaflokki hljóta gjafakort í félagsferð GKG með VITAgolf.
Kvennaflokkur
-
-
- sæti Elísabet Böðvarsdóttir
- sæti Helga Þórdís Guðmundsdóttir
- sæti Sigríður Ólafsdóttir
-
Karlaflokkur
-
-
- sæti Bergþór Sveinsson
- sæti Atli Ágústsson
- sæti Ellert Guðjónsson
-
Innanfélagsmótin í sumar verða sem fyrr einn af hornsteinum félagsstarfsins í GKG, með hápunktinum Meistaramótinu, sem haldið verður 5.-10. júlí.
Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá félagsmenn fjölmenna í innanfélagsmótin okkar í sumar.

Holumeistarar í karla- og kvennaflokki: Garðar Ólafsson og Ásta Kristín Valgarðsdóttir
Hlöðver Guðna liðsstjóri ársins í Liðakeppni GKG

Vinningshafar í VITA mánudagsmótaröðinni: Bergþór, Sigríður, Helga og Atli

Olsen bræður voru kampakátir með 2. sætið í Liðakeppni GKG

Regína, Guðrún, Ingibjörg og Helga mættu fyrir hönd Valkyrjanna og tóku við verðlaunum fyrir besta liðsbúninginn.

Total Sláttuvélar, sigurvegar í Liðakeppni GKG. Aftari röð: Arnór, Þórhallur (Hr. Total), Pálmi, Rúnar. Fremri röð: Jónas, Kjartan, Gunnar, Andri