Golfbrautir í fóstur

Stjórn GKG hefur áhuga á að gera tilraun með að GKG félagar taki golfbraut í fóstur.

Verkefnið er að hreinsa rusl á teig og braut, lagfæra torfusnepla á braut og lagfæra boltaför á flötum.
Þegar GKG félagi spilar sína braut.

Mín golfbraut tengist mínum afmælisdegi þannig.
Þeir sem eru fæddir 1 – 18 í hverjum  mánuði muni sjá um braut 1 – 18 Leirdal.
Þeir sem eru fæddir 19 – 27 í hverjum mánuði muni sjá um braut  1 – 9 Mýrinni
Þeir sem eru fæddir 28 – 31 geta valið sér brautir.