08. – 11. maí 2008
Ayrshire héraðið á vesturströnd Skotlands er sannkölluð paradís golfarans. Þar er úrval frábærra golfvalla og í þessari ferð sem eingöngu er í boði fyrir meðlimi GKG gefst einstakt tækifæri á að spila 4 stórgóða links velli í Ayrshire á fjórum dögum. Þessir vellir hafa allir verið notaðir fyrir lokaúrtökumót British Open.
- Dundonald Golf Course (www.dundonaldlinks.com)
- Kilmarnock Barassie Golf Course (www.kbgc.co.uk)
- Irvine Bogside Course (www.theirvinegolfclub.co.uk)
- Prestwick St Nicholas Course (www.prestwickstnicholas.com)
Gist verður á Gailes Hotel (www.gaileshotel.com) – 40 mínútna akstur frá Glasgow flugvelli og 5 – 15 mín. akstur til golfvallanna.
Hótelið býður upp á frábæra aðstöðu fyrir golfara:
- Tveir 9 holu golfvellir
- Flóðlýst Driving Range
- Líkamsræktarstöð, spa & sauna
- Golfverslun – American Golf Discount (www.americangolf.co.uk)
Verð: 61.500 (tvíbýli) / 71.250 (einbýli)
Innifalið í verði:
- Akstur frá og til Glasgow flugvallar
- Gisting (3 nætur) á Gailes Hotel, Irvine með morgun og kvöldverði
- 4 golfhringir (Dundonald Links, Kilmarnock Barassie, Irvine Bogside & Prestwick St Nicholas)
- Allur akstur til og frá golfvöllum
- Íslensk fararstjórn (Snorri Guðmundsson)
Ath. flug ekki innifalið – hægt að bóka flug til Glasgow á www.icelandair.is
- Keflavík – Glasgow, fimmtudag 8/5 (7:20-10:25)
- Glasgow – Keflavík, sunnudag 11/05 (21:35-22:55)
Takmarkaður sætafjöldi – síðasti bókunardagur í ferðina er 31. mars n.k.
Hægt er að fá frekari upplýsingar og bóka í síma 897-8841 (Snorri) eða með því að senda tölvupóst á snorri@skotganga.co.uk
Skotganga stendur fyrir fjölmörgum ferðum til Skotlands, auk golfferða er boðið upp á skipulagðar gönguferðir og hálandaferðir svo eitthvað sé nefnt. Áhersla er lögð á fjölbreytni og persónulega þjónustu.
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.skotganga.co.uk