Þessi póstur er sendur á foreldra þátttakenda á barnanámskeiðum GKG s.l. sumar, fædd 2004-2006.
Við viljum bjóða börnum fæddum 2004-2006 á ókeypis námskeið í æfingaaðstöðu GKG í Kórnum á laugardag n.k. Mæting er kl. 10 og stendur námskeiðið til kl. 10:50. Notast verður við SNAG golfbúnaðinn, sem og venjulegar kylfur. Námskeiðið verður í leikjaformi þar sem blandað verður saman golfæfingum og annari hreyfingu.
Allur búnaður er á staðnum.
Þetta er tilvalið tækifæri að eiga skemmtilega stund og leika sér í golfi, og eru foreldrar hvattir til að koma með og prófa einnig með börnum sínum. Óþarft er að skrá sig, bara mæta og taka þátt!
Leiðbeinandi verður María Guðnadóttir, íþróttakennari og SNAG leiðbeinandi. Henni til aðstoðar verða afrekskylfingar úr GKG.