GKG býður félagsmönnum upp á vetrarnámskeið, sem hefjast eftir áramót. Annarsvegar hádegisnámskeið þar sem er áhersla er lögð á kennslu og æfingar þar sem PGA kennarar GKG sjá um námskeiðin. Hinsvegar æfingar á kvöldin með stærri hópum þar sem áhersla er lögð á stöðvaþjálfun en minni kennslu. Haukur Már PGA nemi sér um að stjórna æfingum.
Námskeið/æfingar fara fram í inniaðstöðu GKG í Kórnum einu sinni í viku.
Verð: Hádegisnámskeið kr. 15.000; Æfingahópar kr. 10.000
Nánari upplýsingar um kennara, dagssetningar og bókanir er að finna hér.
Þetta er tilvalin jólagjöf!