Í boði er fjögurra skipta golfnámskeið þar sem markmiðið er að undirbúa þátttakendur fyrir komandi golfsumar. Afrekskylfingar GKG sjá um kennsluna, en þetta er liður í fjáröflun fyrir þá. Kennslan  er skipulögð af Úlfari Jónssyni PGA kennara og íþróttastjóra klúbbsins.

 

Eftirfarandi námskeið eru í boði:

 

 

Námskeið 1:                                      

laugardaga 6., 13., 20., 27. febrúar kl. 16:00 – 17:00 í Kórnum

 

Námskeið 2:                                      

laugardaga 6., 13., 20., 27. febrúar kl. 17:00 – 18:00 í Kórnum

 

Námskeið 3:  fyrir byrjendur og háforgjafarkylfinga                                        

sunnudaga 7., 14., 21., 28. febrúar kl. 16:00 – 17:00 í Kórnum

 

Námskeið 4:                                      

sunnudaga 7., 14., 21., 28. febrúar kl. 17:00 – 18:00 í Kórnum                                       

 

Tveir leiðbeinendur eru á hverju námskeiði og er hámarksfjöldi 12 manns á hverju námskeiði.

Hópnum er skipt í tvennt og æfir annar hópur sveifluna í klukkutíma meðan hinn æfir stutta spilið, þannig að nemandi fær eftir námskeiðið 2 klst. þjálfun í stutta spilinu og 2 klst. þjálfun í sveiflunni.

 

Gjald per námskeið er kr. 5.200 á mann.

 

Námskeiðið fer fram í inniæfingaaðstöðu GKG í Kórnum.

 

Nú er upplagt að koma sér í gang því það styttist í vorið og fá góðar ráðleggingar frá nokkrum af bestu kylfingum GKG.

 

Til að skrá sig á námskeiðið skal senda t-póst á Alfreð Kristinsson, alfredbk@gmail.com