Ágæti GKG félagi.
Golfkennarar GKG, Úlfar og Derrick, bjóða upp á fjögurra skipta námskeið (4 klst), þar sem jöfn áhersla verður á stutta spilið og sveifluna, þ.e. tvö skipti stutta spil (Úlfar) og tvö skipti sveiflan (Derrick).
Eitt skipti af fjórum fer fram í Hraunkoti (æfingasvæðið hjá Golfkl. Keili), en hin skiptin í Kórnum.
Hámarksfjöldi per námskeið er 10 manns (5 per þjálfara).
Námskeiðslýsing:
1. tími: Hópnum skipt í tvennt. Annar hluti fer í sveifluþjálfun hjá Derrick þar sem golfsveiflan verður greind með video upptöku og golfhugbúnaði. Hinn fer í stuttaspilsþjálfun hjá Úlfari. Staðsetning: Kórinn.
2. tími: Sama og í fyrsta tíma en nú fara þeir sem voru í sveifluþjálfun í stuttaspilsþjálfun, og öfugt. Staðsetning: Kórinn.
3. tími: Þeir sem voru í sveifluþjálfun í fyrsta tíma mæta á æfingasvæðið í Hraunkoti (Golfkl. Keilir) þar sem Derrick skoðar boltaflugið og leiðbeinir. Hinir mæta í Kórinn í stuttaspilsþjálfun hjá Úlfari.
4. tími: Þeir sem voru í sveifluþjálfun í 3. tíma mæta nú í Kórinn í stuttaspilsþjálfun. Hinir mæta í Hraunkot í sveifluþjálfun.
Í boði eru tvö námskeið:
Námskeið 1 þriðjudaga 2., 9., 16., 23. mars kl. 12 – 13
Námskeið 2 þriðjudaga 2., 9., 16., 23. mars kl. 13:10 – 14:10
Verð per mann er kr. 7.200, auk æfingabolta í Keili eitt skipti. Nemendur sjá sjálfir um að kaupa boltapeninga eða boltakort (20% afsl.) í Hraunkoti fyrir tímann þar.
Ath. að 5 manns eru per þjálfara á þessu námskeiði og það er einungis fyrir GKG félagsmenn.
Til að bóka sig á námskeiðið skal senda tölvupóst á ulfar@gkg.is.
Með bestu kveðju,
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG
PGA golfkennari