Gott rekstrarár að baki hjá GKG

Aðalfundur GKG var haldinn í golfskálanum við Vífilstaðaveg mánudaginn 30. nóvember. Í skýrslu stjórnar kom meðal annars fram að mjög góður rekstur hafi verið á klúbbnum. Mikið aðhald hafi verið í rekstri og það skilaði sér í rúmlega 14 milljón króna hagnaði. Skuldastaða klúbbsins hefur batnað mikið á árinu en heildar skuldir klúbbsins lækkuðu um ríflega 20%. Þrátt fyrir mikið aðhald var mikið starf unnið við betrumbætur á völlum klúbbsins sem hefur skilað sér í mikilli ánægju félagsmanna. Alls voru leiknir 50.788 hringir á völlum klúbbsins og er það aukningum 12.000 hringi frá árinu á undan.

Á fundinum var samþykkt að fullt árgjald hækki úr 69.000 kr. í 75.000 kr. eða um 8,7% og árgjald 67 ára og eldri hækki úr 45.000 kr. í 49.000 kr. eða um 8,8%. Engar hækkanir verða á árgjöldum barna og unglinga undir 20 ára aldri. Þá var einnig samþykkt að ekkert inntökugjald verði árið 2010 en árið 2011 verði inntökugjald aftur tekið upp.

 

Guðmundur Oddsson var endurkjörinn formaður, en aðrir í stjórn eru :

Jón Snorri Snorrason, varaformaður

Kristinn Jörundsson, gjaldkeri

Símon Kristjánsson, ritari

Áslaug Sigurðardóttir, meðstjórnandi

Gunnar Jónsson, meðstjórnandi

Bergþóra Sigmundsdóttir, meðstjórnandi

 

Í varastjórn voru kosin þau Jónína Pálsdóttir, Gunnar Páll Þórisson og Heimir Guðjónsson.

 

Hægt er að skoða árskýrslu GKG undir kaflanum  SKJÖL  hér að ofarn

 

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur E. Ólafsson, framkvæmdastjóri GKG, olafure@gkg.is