Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi heldur góðgerðargolfmót hér á Vífilsstaðavelli laugardaginn 14. júní nk. og verður ræst af öllum teigum samtímis kl. 09:00. Um er að ræða fjáröflunarleið Eldeyjar og rennur allur ágóði af mótinu í styrktarsjóð klúbbsins, sem styrkt hefur félagasamtök, stofnanir og einstaklinga í Kópavogi.
Mótið er öllum opið og er skráning hafin á vef Golfsambands Íslands, www.golf.is. Leikið verður eftir Texas Scramble og má finna allar nánari upplýsingar um mótið á skráningarvefnum.
Utanlandsferð fyrir tvo, verða veitt sigurvegara mótsins, en aðrir vinningar koma m.a. frá: Þremur frökkum, Innesi og Nevada Bob. Nándarverðlaun verða á tveimur brautum, lengsta teighögg á einni braut. Einnig verða 24 aukavinningar frá fyrirtækinu Mýs og sögur dregnir úr skorkortum keppenda að leik loknum.
Sérveitingar verða á boðstólum og Eldeyjarfélagar sjá um að hressa leikmenn við á meðan leik stendur. Golfarar á öllum aldri geta tekið þátt, jafnt vanir sem óvanir, byrjendur sem lengra komnir, fjölskyldur sem einstaklingar, vinnufélagar eða saumaklúbbar, allir eru velkomnir á Eldeyjarmótið 2008 laugardaginn 14. júní.