Guðjón Henning Hilmarsson er kominn aftur til liðs við okkur hér í GKG eftir að hafa varið síðasta ári hjá Kjalarmönnum í Mosfellsbænum.
Guðjón Henning hóf golfferillinn hér í GKG á ungaaldri og er einn af sterkustu kylfingum landsins í sínum aldursflokki. Guðjón er þrefaldur unglingameistari og hefur verið fastamaður í unglingalandsliðinu undanfarin ár. Guðjón stundar nám á þriðja ári við Verzlunarskólann.
Guðjón Henning er metnaðarfullur kylfingur og stefnir hátt. Haft var eftir Guðjóni í viðtali í fyrra að hann stefndi að því að vinna Íslandsmótið í golfi og komast á PGA-mótaröðina í framtíðinni.
Guðjón hefur tvisvar orðið íslandsmeistari í flokki 13 ára og yngri árin 2000 og 2001og einu sinni í flokki 14-15 ára árið 2003. Þá var hann í sveit GKG sem lenti í þriðja sæti í Sveitakeppni GSÍ 2005 auk þess að hafa farið með landsliðinu til Slóveníu og keppti í undankeppni EM U-18 ára.
Við bjóðum Guðjón Henning að sjálfsögðu velkominn aftur í öflugan hóp afrekskylfinga GKG.