Í gær var opið hús hjá okkur í GKG þegar við buðum við áhugasömum núverandi og verðandi kylfingum að skoða aðstöðuna okkar, kynnast félagsstarfinu og öllu sem GKG hefur upp á að bjóða. Fjölmargir mættu yfir daginn og tóku þátt í léttum golfþrautum og fengu upplýsingar um félagsaðild og hvað væri innifalið í því. Einnig voru upplýsingar veittar um kvennastarfið og barna- og unglingastarfið ofl. Vignir í Mulligan bauð upp á veitingar, pylsur, kaffi og kökur.
Allir sem mættu gátu sett nafn sitt á seðil og sett í pott sem dregin var út Evrópuferð með Icelandair. Sá heppni vinningshafi sem dreginn var út heitir Guðfinna Stefánsdóttir!
Einnig var hægt að taka þátt í þrautum og hlutu eftirfarandi 10.000 kr. inneign frá N1.
Innáhögg af 50 metra færi – Marinó Már Magnússon, 61 sm
Lengsta teighögg kvenna – Ragnheiður Sigurðardóttir, 195 metrar
Lengsta teighögg karla – Marinó Már Magnússon, 196 metrar
Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju. Hægt er að vitja vinningana á skrifstofu GKG.
Þökkum öllum fyrir skemmtilegan dag!
Njótum sumarsins og áfram GKG!