Guðjón Henning Hilmarsson gerði sér lítið fyrir og tryggði sér fyrsta sigurinn á Eimskipsmótaröðinni í Vestmannaeyjum s.l. helgi. Guðjón lék seinni hringinn einkar glæsilega, á 65 höggum, fimm undir pari, en fyrri hringinn lék hann á 71 höggi. Guðjón endaði tveimur höggum á undan Stefáni Má Stefánssyni úr GR.

Hér fyrir neðan má sjá lokastöðu efstu manna í karlaflokki, en heildarúrslit er að finna hér.

Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki:
1. Guðjón Henning Hilmarsson GKG 71-65=136 -4
2. Stefán Már Stefánsson GR 68-70=138 -2 
3.-4. Bjarni Sigþór Sigurðsson GS 69-70=139 -1
3.-4. Arnar Snær Hákonarson GR 66-73=139 -1
5.-6. Haraldur Franklín Magnús GR 72-68=140 par 
5.-6. Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 69-71=140 par

Með því að smella hér er hægt að horfa á viðtal við Guðjón Henning við kylfing.is

Í kvennaflokki sigraði Íslandsmeistarinn Tinna Jóhannsdóttir, en hún varð einu höggi á undan Nínu Björk Geirsdóttur úr Kili. Ingunn Gunnarsdóttir stóð sig best okkar keppenda, en hún hafnaði í fimmta sæti.

Lokastaða efstu kvenkylfinga í mótinu:
1. Tinna Jóhannsdóttir GK 75-71=156 +6
2. Nína Björk Geirsdóttir GKj 73-74=157 +7 
3.-4. Signý Arnórsdóttir GK 79-71=160 +10
3.-4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 78-72=160 +10
5. Ingunn Gunnarsdóttir GKG 74-79=163 +13

Tímabilið fer vel af stað fyrir GKG kylfinga, en Aron Snær Júlíusson sigraði helgina á undan í Arionbankamótaröð unglinga, í flokki 15-16 ára. Næsta mót í Arionbankamótaröðinni fer fram um næstu helgi á Leirdalsvelli og verður þá gaman að fylgjast með okkar keppendum spreyta sig á heimavelli.

Hamingjuóskir til sigurvegarana, áfram GKG!