Guðmundur Oddsson, formaður GKG til 10 ára ákvað að gefa ekki aftur kost á sér í embætti á aðalfundi GKG sem haldinn var miðvikudaginn 2. desember í Smáranum.
Guðmundur getur verið stoltur af framgangi klúbbsins þann tíma sem hann hefur verið formaður. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað. Völlurinn hefur tekið stórtækum breytingum og Guðmundur vann þrekvirki við að ganga frá samningum og fjármögnun Íþróttamiðstöðvar GKG.
Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ notaði tækifærið og heiðraði Guðmund með gullmerki GSÍ.
Við GKG-ingar þökkum Guðmundi frækin störf … og hlökkum til að hitta kappann á golfvellinum næsta sumar!