Aðalfundur GKG fór fram mánudagskvöldið 26. nóvember í Stjörnuheimilinu Garðabæ. Tæplega 60 manns mættu á fundinn.

 

Í skýrslu stjórnar kom meðal annars fram að talsverð undirbúningsvinna hefur farið fram um framtíðaruppbyggingu á umráðasvæði klúbbsins í samvinnu við sveitarfélögin, en Garðabær og Kópavogsbær hafa þegar komið myndarlega að uppbyggingu 27 holu golfvallar í Vetrarmýri og Leirdal.

Félagar í GKG eru nú 1.610 og er aldursskipting sem hér segir:
9,8% öldungar, börn og unglingar 17% og aðrir félagar 73,2%

 

Guðmundur Oddsson var endukjörinn formaður. Jón Snorri Snorrason, Gunnar Jónsson og Hjörleifur Hringsson voru kosnir til tveggja ára. Áslaug Sigurðardóttir, Jónína Pálsdóttir og Gunnar Páll Þórisson voru kosin varamenn í stjórn til eins árs.
Jörundur Jörundsson og Ragnar Þór Ragnarsson gáfu ekki kost á sér til til áframhaldandi setu, og voru þeim þökkuð góð störf fyrir kúbbinn.

 

Stjórn GKG er því þannig skipuð starfsárið 2007-2008

 

Formaður: Guðmundur Oddson
Varaform: Jón Snorri Snorrason
Gjaldkeri: Hjörleifur Hringson
Ritari: Ari Bergmann Einarsson
Meðstj: Gunnar Jónsson
Meðstj: Bergþóra Sigmundsdóttir
Meðstj: Símon Kristjánsson

 

Varamenn í stjórn:
Áslaug Sigurðardóttir
Jónína Pálsdóttir
Gunnar Páll Þórisson

 

Garðabæ 27. nóvember 2007.

Ólafur E. Ólafsson
Framkvæmdastjóri.
GSM: 865 8500