Á Íþróttahátíð Garðabæjar (10.1) og Kópavogs (15.1) hlaut Gunnar Jónsson, stjórnarmaður GKG til margra ára, viðurkenningar fyrir framlag sitt til íþrótta- og æskulýðsstarfa.   

Gunnar hefur verið þungavigtarmaður í félagsmálum GKG frá seinustu aldamótum.  Gunnar hefur ávallt unnið afar óeigingjarnt starf til eflingar barna-, unglinga- og afreksstarfs GKG, auk þess skilað sem stjórnarmaður ómældri og mikilvægri vinnu fyrir GKG í undirbúningi og þróun til eflingar aðstöðu og aðbúnaðs allra félagsmanna, þjálfara og starfsfólks.

Gunnar var formaður barna- og unglinganefndar, síðar íþróttanefndar frá árinu 2005, en lét af formennsku árið 2018 og skilaði góðu búi. Til marks um það starf sem Gunnar hefur leitt og skilað af sér þá er GKG nú í fremstu röð golfklúbba landsins hvað gróskumikið starf og afrek varðar.

Á stjórnarfundi hinn 24. nóvember 2020 var einróma samþykkt að veita Gunnari Jónssyni gullmerki GKG.

Við óskum Gunnari til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.

Á myndinni eru Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Gunnar Jónsson, Björg Fenger formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar

Mynd: Valdimar Kristófersson hjá Garða- og Kópavogspóstinum.