Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 20 ára afmælis GKG. Bikarinn var afhentur GKG á þessum tímamótum klúbbsins í mars 2014.
Bikarinn er veittur þeim unga kylfingi sem þykir hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar árangur og framfarir, ástundun, metnað til að ná langt, félagsanda og ekki síst fyrirmynd annara félagsmanna hvað varðar háttvísi innan vallar sem utan.
Gunnar Þór Heimisson hlýtur að þessu sinni Háttvísibikarinn en auk frábærs árangurs á vellinum í sumar þá hefur hann sýnt í verki þau gildi sem við viljum að einkenni okkar kylfinga, þ.e. jákvæðni, vinnusemi, metnað, aga og þrautseigju.
Helstu afrek Gunnars á árinu 2025
Lækkaði forgjöfina úr 0 niður í +2,5
Íslandsmeistari í holukeppni 17-18 ára
Stigameistari GSÍ í flokki 15-18 ára
Er í landsliðshópi GSÍ og keppti á EM pilta 18 ára og yngri
Var valinn í A-sveit GKG
Gunnar Þór er góð fyrirmynd sem sýnir hvað markvissar og miklar æfingar ásamt metnaði og góðu hugarfari geta skilað góðum árangri. Hann er drífandi og hvetjandi liðsmaður sem eflir hópinn á æfingum og í keppni.
Innilegar hamingjuóskir Gunnar!
Sjá hér lista yfir þá kylfinga sem hlotið hafa þessa viðurkenningu frá upphafi