Um seinustu helgi fór fram annað mót ársins á Íslandsbankamótaröðinni, í þetta sinn á Strandarvelli við Hellu. Þar voru okkar ungu kylfingar í baráttunni um sigur í fjórum flokkum af sex, en að lokum voru það Ragnar Már Garðarsson og Gunnhildur Kristjánsdóttir, sem sigruðu í flokkum sínum 17-18 ára. Ragnar Már var í mikilli baráttu við félaga sinn Aron Snæ Júlíusson, sem sigraði á fyrsta mótinu í Þorlákshöfn. Litlu munaði að GKG ætti verðlaunapallinn, líkt og í fyrsta mótinu, en í þetta sinn þurfti Egill Ragnar Gunnarsson að láta sér lynda 4. sætið.

Sigur Gunnhildar var aldrei í mikilli hættu og hefur hún núna sigraði í fyrstu tveimur mótum sumarsins. Frábær árangur hjá Gunnhildi! Særós Eva Óskarsdóttir varð í þriðja sæti.

Í flokki 15-16 ára drengja var gríðarlega hörð barátta, og skor sem höfðu oftast ef ekki alltaf dugað til sigurs, nægðu ekki til að komast á verðlaunapall að þessu sinni. Mótinu verður lengi minnst fyrir ótrúlegan golfhring Hvergerðingsins Fannars Inga Steingrímssonar, en hann lék á nýju vallarmeti, 61 höggi, og fór að auki holu í höggi 8. braut, hans 17. á hringnum. Óðinn Þór Ríkharðsson, sem sigraði á fyrsta mótinu í Þorlákshöfn, lék vel en þurfti að sætta sig við 4. sætið.

Sigurður Arnar Garðarsson, bróðir Ragnars Más, og aðeins 11 ára, var í mikilli baráttu um sigurinn í flokki 14 ára og yngri, en hafnaði að lokum í 3.-4. sæti, aðeins tveimur höggum frá efsta sætinu. Hér er eitt mesta efni landsins á ferðinni. Ótrúlegt að hann eigi eftir 3 ár í þessum flokki, auk þessa tímabils, og er þegar farinn að blanda sér verulega í baráttuna um sigur í mótunum.

Sjá úrslit hér fyrir neðan, en hægt er að sjá heildarúrslit á golf.is. Á laugardag s.l. fór fram mót nr. 2 Áskorendamótaröð Íslandsbanka, en þar kepptu 6 kylfingar frá GKG. Úrslit er einnig að finna á golf.is. Áskorendamótaröðin er góður vettvangur fyrir þau sem vilja keppa á völlum utan síns heimavölls, og leika með og kynnast krökkum úr öðrum klúbbum. Við hvetjum GKG krakka til að vera duglegri við að keppa í þessum mótum. Sjá alllar upplýsingar hér. Einnig minnum við á að innanfélagsmótaraðir GKG unglinga fara að hefjast, skráning og upplýsingar eru á www.gkg.is undir Barna og unglingastarf.

Piltaflokkur 17-18 ára
Ragnar Már Garðarsson GKG 70-73=143
Aron Snær Júlíusson GKG 74-70=144
Stefán Þór Bogason GR 75-70=145
Egill R. Gunnarsson GKG 77-70=147

 

Stúlknaflokkur 17-18 ára

Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 74-75=149

Sara Margrét Hinriksdóttir GK 78-76=154

Særós Eva Óskarsdótir GKG 80-75=155

 

Drengjaflokkur 15-16 ára
Fannar I. Steingrímsson GHG 76-61=137
Birgir Björn Magnússon GK 68-71=139
Kristófer Orri Þórðarson GKG 72-69=141
Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 70-72=142
Gísli Sveinbergsson GK 71-72=143
Tumi Hrafn Kúld GA 75-69=144

Telpnaflokkur 15-16 ára
Ragnhildur Kristinsdóttir GR    75-74=149
Birta Dís Jónsdóttir GHD    83-75=158
Karen Ósk Kristjánsdóttir GR    83-79=162

Stelpnaflokkur 14 ára og yngri
Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR    85-80=165
Ólöf María Einarsdóttir GHD    82-85=167
Sunna Björk Karlsdóttir GR    87-93=180

Strákaflokkur 14 ára og yngri
Ingvar A. Magnússon GR    75-73=148
Kristján B. Sveinsson GHD    72-76=148
Sigurður A. Garðarsson GKG    75-75=150

Arnór Snær Guðmundsson GHD    79-71=150

 

Myndir: kylfingur.is