Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst.
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, sigraði í flokki 17-18 ára flokki pilta. Hann lék samtals á 6 höggum undir pari vallar, 207 höggum. Róbert Leó Arnósson, GKG, varð annar á +3 samtals og hafnir í 3. sæti voru þeir Jóhann Frank Halldórsson, GR og Jóhannes Sturluson, GKG á +12.
Frábær árangur hjá GKG-ingum í þessum flokki!
Logi Íslandsmeistari í flokki 19-21 árs
Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst.
Logi Sigurðsson, GS, sigraði í flokki 19-21 árs pilta. Hann lék hringina þrjá á 212 h0ggum eða höggi undir pari vallar. Hann var einu höggi á undan Hjalta Hlíðberg Jónassyni, GKG, og Aron Emil Gunnarsson, GOS, var tveimur höggum á eftir Loga.
Perla Sól Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára
Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sigraði í flokki 15-16 ára stúlkna. Hún lék hringina þrjá á +6 samtals eða 219 höggum. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG, varð önnur á 229 höggum og Helga Signý Sigurpálsdóttir, GR varð þriðja á 232 höggum.
Perla Sól sigraði á Íslandsmótinu í golfi 2022 í fullorðinsflokki í Vestmanneyjum – og er því tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu ári. Hún er einnig Evrópumeistari í stúlknaflokki 16 ára og yngri.
Skúli Gunnar Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára
Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst.
Skúli Gunnar Ágústsson, GA, sigraði í flokki 15-16 ára pilta. Hann lék hringina þrjá á einu höggi undir pari samtals, 212 höggum. Valur Snær Guðmundsson, GA, varð annar einu höggi á eftir, 213 höggum og Guðjón Frans Halldórsson, GKG, varð þriðji á 215 höggum.