Hatta- og kjólamótið 25. ágúst sl., úrslit:
GKG konur mættu flottar og fínar og með góða skapið á golfvöllinn þriðjudaginn 25. ágúst sl. Veðrið var bara nokkuð gott miðað við árstíma og skemmtu 54 GKG konur sér vel á Mýrinni.
Conný Hansen var kjörin best klædda konan og Ásta Kristín Valgarðsdóttir fékk flest atkvæði fyrir flottasta hattinn.
Í punktakeppninni urðu eftirfarandi úrslit:
- 1. Elísabet Þórdís Harðardóttir með 19 punkta. Fékk hún 10.000 kr. gjafabréf frá Hole in one.
- 2. Linda Björg Pétursdóttir með 19 punkta. Fékk hún 7.500 kr. gjafabréf frá Hole in one.
- 3. Jóhanna Helga Guðlaugsdóttir með 19 punkta. Fékk hún 6.000 kr. gjafabréf frá Hole in one.
- 4. Þuríður Valdimarsdóttir með 18 punkta. Fékk hún 6.000 kr. gjafabréf frá Hole in one.
- 5. Conný Hansen með 18 punkta. Fékk hún 4.500 kr. gjafabréf frá Hole in one.
- 6. Sóley Stefánsdóttir með 18 punkta. Fékk hún 3.500 kr. gjafabréf frá Hole in one
Þóra Kristín Björnsdóttir var næst holu á holu 2 og fékk hún konfekt frá INNNES.
Conný Hansen var næst holu á holu 9 og fékk hún konfekt frá INNNES.
Þau leiðu mistök urðu að úrslitin voru prentuð út áður en punktar frá síðasta hollinu voru vistaðir og breytti það úrslitum mótsins. Beðist er velvirðingar á því. Leiðrétting hefur verið gerð og eru úrslitin eins að framan greinir.
Minnum á lokamótið og lokahófið sem er laugardaginn 12. september n.k. Nánari upplýsingar verða settar á netið síðar.
Kvennanefndin