Hatta- og kjólamótið 31. ágúst nk.
Hatta- og kjólamót GKGkvenna verður haldið þriðjudaginn 31. ágúst nk. Mótið er punktamót með hæstu forgjöf. Leiknar verða 9 holur á Mýrinni. GKGkonur eru hvattar til að mæta í kjólum, með hatta og með góða skapið, eins og venjulega. Innritun fer fram á golf.is. Ekkert keppnisgjald er í mótið en hver kona sem tekur þátt í mótinu kemur með einn vinning á um kr. 1.000. (Ef gleymist að koma með vinning er hægt að kaupa eitthvað í PROshop). Best klædda konan fær viðurkenningu og einnig er veitt viðurkenning fyrir flottasta hattinn. Viðurkenningarnar geta ekki fallið í hlut sömu konu.
Minnum á lokamótið og lokahófið sem er laugardaginn 4. september n.k. Nánari upplýsingar verða settar á netið síðar.
Kvennanefndin