Í dag spiluðu þessir herramenn Leirdalinn sem er í sjálfu sér ekki frásögu færandi nema vegna tveggja þátta.

Annars vegar er meðalaldurinn í hollinu rúm 83 ár, Haukur Bjarnason er 86 ára, Filip Þór Höskuldsson er 84 ára, Hinrik Lárusson er 83 ára og Skarphéðinn Lárusson er 81 árs.

Það sem merkilegast er þó er sú staðreynd að Haukur Bjarnason spilaði völlin undir aldri eða á 85 höggum. Þann leik hefur hann endurtekið síðastliðin 10 ár. Skarphéðinn Sigursteinsson var heldur ekki langt frá því en hann spilaði á 89 höggum.

Sannkallaðar fyrirmyndir fyrir okkur sem yngri eru, hver vill ekki sötra kaffisopann á þessum aldri eftir góðan golfhring í íslenskri rjómablíðu á topp skori?