Mánudaginn 19. júní n.k. heimsækja GKGkonur konur í GO á Urriðavöll. Spilaðar verða 18 holur og er vallargjaldið kr. 2.500 fyrir GKGkonur. Við þurfum að skrá okkur í síðasta lagi föstudaginn 16. júní n.k. Skráning fer fram í golfskála GO og verða konur að hringja og skrá sig í síma 565-9092 eða skrá sig í golfskálanum fyrir framangreindan tíma. Stefnt verður að því að saman leiki í holli tvær konur frá GKG og tvær konur frá GO. Fyrsti rástími er kl. 15:30. Mikilvægt er að konur láti vita um fyrsta mögulega rástíma. Upplýsingar um endanlegan rástíma liggja svo fyrir í rástímaskráningunni þegar rástímar verða opnaðir fyrir mánudaginn 19. júní n.k.
Þriðjudaginn 27. júní n.k. heimsækja GOkonur konur í GKG á Vífilsstaðavöll. Spilaðar verða 18 holur og er vallargjaldið kr. 2.500 fyrir GOkonur. Við þurfum að skrá okkur í síðasta lagi laugardaginn 24. júní n.k. Skráning fer fram í golfskála GKG og verða konur að hringja og skrá sig í síma 565-7373 eða skrá sig í golfskálanum fyrir framangreindan tíma. Stefnt verður að því að saman leiki í holli tvær konur frá GO og tvær konur frá GKG. Fyrsti rástími er kl. 15:30. Mikilvægt er að konur láti vita um fyrsta mögulega rástíma. Upplýsingar um endanlegan rástíma liggja svo fyrir í rástímaskráningunni þegar rástímar verða opnaðir fyrir þriðjudaginn 27. júní n.k.
Óski konur eftir því fá súpu, salat og brauð við leikslok hvorn dag skulu þær geta þess sérstaklega við skráningu og greiða sérstaklega fyrir.
Kvennanefndir GKG og GO.