Kæru félagar,

Stjórnvöld tilkynntu að Íþróttastarf væri óheimilt síðastliðinn miðvikudag og brugðumst við strax við og lokuðum okkar starfsemi.
Nú hefur golfhreyfingin átt fund með ÍSÍ og er niðurstaðan af þeim fundi er eftirfarandi:

Golfiðkun utandyra er heimil sé gætt að eftirfarandi reglum
• Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 10.
• 2 metra regla.
• Engin sameiginlegur búnaður eða snertifletir.
• Golfklúbbar hvattir til þess að leika eftir C-19 staðarreglum viðbragðshóps GSÍ.
• Að gætt sé að almennum sóttvörnum.

Golfiðkun innandyra auk golfkennslu er heimil sé eftirfarandi reglum sé fylgt
• Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 10.
• 2 metra regla.
• Engin sameiginlegur búnaður eða snertifletir.
• Að gætt sé að almennum sóttvörnum.

Markmiðið með aðgerðum stjórnvalda er að stöðva fjórðu bylgjuna og breska afbrigði veirunnar í fæðingu. Þegar þetta er skrifað vitum við ekki hvert umfang smita er í þjóðfélaginu. Í ljósi þess munum við EKKI opna golfherma aðstöðuna fyrir en ljóst er hver staðan er. Ef smit eru í lágmarki um helgina þá munum við endurskoða ákvörðunina og opna mánudaginn 29. mars og þá með eftirfarandi takmörkunum:
• Tveir geta spilað saman í hermi í minni herbergjunum þ.e. US Open og The Open (hermum 1 til 8)
• Einn getur spilað í hermi í stóra salnum þ.e. Solheim og Rider cup (hermum 9 til 16)

Þeir sem eiga þegar bókaðan hermi þurfa að hlíta þessum reglum. Ef það gengur ekki upp, þá vinsamlegast afbókið sem allra fyrst. Það er jafnframt krafa um það að aðilar bíði í setustofunni þar til þeirra tími er til að forðast blöndun.

Ath. að skrifstofan verður lokuð fram yfir páska. Þeir sem vilja senda okkur skilaboð, vinsamlegast sendið þau á proshop@gkg.is

Með bestu kveðjum,
Starfsfólk GKG