Forréttur
Humarsúpa með rjómatoppi

Aðalréttur
Steikarhlaðborð með nokkrum steikartegundum og meðlæti til að seðja alla

Eftirréttur
Tiramizu desert terta

Happdrætti

Allir aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiði og verður auk þess hægt að kaupa auka happdrættismiða á staðnum til að auka vinningslíkurnar.
Vinningarnir sem í boði verða eru meðal annars fjórir evrópufarseðlar með Iceland Express, tvær golfferðir fyrir tvo til Akureyrar, innifalið er flug, gisting, bílaleigubíll og hringur á Jaðarsvelli. Vöruúttektir frá 66°North, Ecco golfskór og síðast en ekki síst möguleiki á að vinna spilhring fyrir sig og félagana með Birgi Leifi í sumar með spjalli og snarli á eftir.

Að lokum munu þeir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson stíga á stokk og leika nokkur létt lög fyrir gesti. Barinn verður opinn og húsið síðan opnað um 23:30 fyrir þá sem vilja koma í selskapinn eftir að formlegri dagskrá er lokið.

Aðal styrktaraðili kvöldsins er KB Banki

Aðrir styrktaraðilear eru; Iceland Express, Flugfélag Íslands, KEA Hótel, 66°North, Ecco, Golfklúbbur Akureyrar o.fl.