Frá og með hádegi í dag taka COVID-reglurnar frá því í vor aftur gildi á golfvöllum landsins, sem eru í meginatriðum þessar:

1. Við leik er bannað að taka/snerta stöngina. Svamphólkurinn frá í vor er kominn aftur í holurnar.
2. Hrífur hafa verið fjarlægðar úr glompum. Leyfa má hreyfingar á bolta í glompum. Óheimilt er að slétta svæðið áður en bolti er hreyfður.
3. Boltahreinsivélar hafa verið fjarlægðar af golfvellinum.
4. Sambýlisfólk má vera saman í golfbíl. Aðrir verða að vera einir í golfbíl.
5. Við hvetjum kylfinga til að skrá skor með rafrænum hætti. Ef skorkort er notað eiga kylfingar ekki að skiptast á þeim.

Við biðjum kylfinga að virða 2 metra regluna og sleppa snertingum eins og handabandi og “high-five”.

Munið handþvottinn og sprittstanda sem eru áberandi í klúbbhúsinu og á æfingasvæðinu.

Við erum öll almannavarnir.