Hilmar Snær Örvarsson, þátttakandi fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum fatlaðra kom heim á mánudag eftir vel heppnaða för til Pyeongchang í Suður-Kóreu. 

„Þetta er mik­il upp­lif­un og var mikið stærri viðburður en ég hafði reiknað með,“ sagði Hilm­ar Snær í viðtali við mbl.is á dögunum.

„Kepp­end­ur voru mjög marg­ir og al­veg ótrú­leg­ur fjöldi af sjálf­boðaliðum að vinna í kring­um mótið sem er sann­ar­lega það lang­stærsta sem ég hef nokk­urn tím­ann tekið þátt í,“ sagði hinn 17 ára gamli ólymp­íufari í sjö­unda himni með þátt­tök­una. Hann er staðráðinn í end­ur­taka leik­inn að fjór­um árum liðnum.

Hilm­ar Snær var eini ís­lenski kepp­and­inn á mót­inu. Hann hafnaði í 13. sæti í svigi af 40 kepp­end­um í stand­andi flokki hreyfi­hamlaðra, LW2, og hreppti 20. sæti í stór­svigi. „Ég er mjög ánægður með ár­ang­ur­inn. Fyr­ir utan að ég gerði lít­ils hátt­ar mis­tök í fyrri ferðinni í svig­inu, seinni keppn­is­grein­inni minni á laug­ar­dag­inn. Ann­ars er ég mjög sátt­ur við mig,“ sagði Hilm­ar Snær sem var að taka þátt í sínu fyrsta stór­móti með stóru essi á ferl­in­um. Hann er jafn­framt yngsti kepp­andi sem Ísland hef­ur sent á Vetr­arólymp­íu­mót fatlaðra.

Hilm­ar seg­ir aðstæður á keppn­is­stað hafa verið fyrsta flokks enda var hann byggður sér­stak­lega upp til þess að halda Vetr­arólymp­íu­leik­ana og vetr­arólymp­íu­mótið en kröf­ur Alþjóðaólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar til aðstæðna á mót­um eru mikl­ar. „Það var frá­bært að taka þátt.“

Hilmar Snær er ekki aðeins afreksmaður í skíðaíþróttinni, en hann hefur æft með keppnishópi GKG undanfarin ár og er kominn með 4,8 í forgjöf. Hann er svo sannarlega frábær fyrirmynd okkar allra og sýnir mikla þrautseigju, metnað og keppnisskap til að ná frábærum árangri í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Velkominn heim Hilmar Snær og sjáumst á vellinum í sumar!